Færsluflokkur: Pólitík
25.10.2012 | 10:09
Kappræður milli forsetaframbjóðenda USA - í heild sinni
Pólitík | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2012 | 09:26
Þeir sem eiga - verja sitt
Hverjir tala niður kosningar ? eru það menn sem eiga að vera í forsvari fyrir þjóðina ? Það er bara hreinlega sorglegt að flokkur sem ber nafnið sjálfstæðisflokkurinn tali niður þjóðaratkvæðagreiðslur og geri lítið úr niðurstöðum þeirra sem ákváðu að kjósa!
[Mynd frá þætti Silfur Egils]
Formaður sjálfstæðisflokksins (stærsta þingflokk landsins!) gerði lítið annað en að reyna að draga úr og gera lítið úr niðurstöðum kosninganna, formaður framsóknar sagði að alþingi vissi nú þegar og hefur lengi vitað svörin við þessum spurningum (vilja fólksins í landinu) sem voru á kjörseðlinum. Af hverju hefur þá ekkert verið gert í því!? og af hverju að vera að reyna að bæla niður vilja kjósenda til að kjósa ? (Þeir kusu báðir auðvitað). Það er réttur hvers manns í lýðveldis/ræðis ríki að fá að kjósa og þeir sem nýta sér ekki þann rétt eiga ekki að fá að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna hjá þeim sem ákváðu að nýta sér rétt sinn. "Þeir sem sitja heima veita hinum sem fara og kjósa umboð sitt"
Þeir sem hafa völdin og auðinn munu ekki taka breytingum léttilega og munu berjast með kjaft og klóm til að halda sínu en vilji þjóðarinnar er augljós og hann á ekki að hæðast að eða gera lítið úr. Því miður er það ókostur kapitalisma að þeir sem hafa völdin ráða einfaldlega yfir öllum sviðum þjóðfélagsins þ.e.a.s. frá fjölmiðlum til olíufyrirtækja.
Til hamingju Ísland með að hafa loksins fengið staðfestingu á því sem við vissum alltaf ! og nú á enginn rétt á því að hunsa þetta lengur.
Pólitík | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2012 | 10:30
Forsetaframbjóðandi USA Jill Stein handtekin stuttu fyrir sjónvarpskappræðurnar 16/10-2012
Lögreglan handtók í gær forsetaframbjóðandann Jill Stein og meðframbjóðanda hennar, Cheri Honkala eftir að þær reyndu að komast að í sjónvarpskappræðunum milli Obama og Romney við Hofstra Háskólann í New York. Jill Stein var þarna að mótmæla því að fá ekki að taka þátt í kappræðunum milli forsetaframbjóðenda landsins. Með þessum mótmælum vildi Stein einnig gefa meðframbjóðendum hennar sem fá litla eða enga umfjöllun í fjölmiðlum og eru útilokaðir frá viðtölum og kappræðum sem þessum hugrekki. "Það á ekki að hæðast að lýðræðinu með þessum hætti" er haft eftir Stein. Stein heldur því fram að nefndin sem sér um kappræðurnar sem mynduð af leiðtogum Demókrata og Repúblika og þar af leiðandi sjá þeir til þess að útiloka frekari andstöðu við flokkana með því að útiloka þátttöku annarra frambjóðenda.
Jill Stein er forsetaframbjóðandi Græna flokksins fyrir kosningarnar 2012 en án efa hafa mjög fáir heyrt hana nefnda sem og hina meðframbjóðendur Obama og Romney þ.e.a.s. Gary Johnson forsetaframbjóðenda frjálshyggjuflokksins (Libertarian Party), Virgil Goode forsetaframbjóðenda stjórnarskráflokksins (Constitution Party). Fleirri flokkar eru skráðir en þeir hafa lítið sem ekkert fylgi og hreint og beint enga umfjöllun í fjölmiðlum landsins. Þetta er alvarlega hliðin á því sem var að byrja að myndast á Íslandi fyrir síðustu forsetakosningar. Fjölmiðlum ber að koma fréttum skýrt og skilmerkilega fram til allra landsmanna og gegna þeir því gríðarlegri ábyrgð í lýðveldisríkjum. Fjölmiðlum fylgir vald.
Hægt er að lesa nánar um málið í grein frá Huffington Post;
Pólitík | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)