Færsluflokkur: Stjórnlagaþing
23.10.2012 | 09:26
Þeir sem eiga - verja sitt
Hverjir tala niður kosningar ? eru það menn sem eiga að vera í forsvari fyrir þjóðina ? Það er bara hreinlega sorglegt að flokkur sem ber nafnið sjálfstæðisflokkurinn tali niður þjóðaratkvæðagreiðslur og geri lítið úr niðurstöðum þeirra sem ákváðu að kjósa!
[Mynd frá þætti Silfur Egils]
Formaður sjálfstæðisflokksins (stærsta þingflokk landsins!) gerði lítið annað en að reyna að draga úr og gera lítið úr niðurstöðum kosninganna, formaður framsóknar sagði að alþingi vissi nú þegar og hefur lengi vitað svörin við þessum spurningum (vilja fólksins í landinu) sem voru á kjörseðlinum. Af hverju hefur þá ekkert verið gert í því!? og af hverju að vera að reyna að bæla niður vilja kjósenda til að kjósa ? (Þeir kusu báðir auðvitað). Það er réttur hvers manns í lýðveldis/ræðis ríki að fá að kjósa og þeir sem nýta sér ekki þann rétt eiga ekki að fá að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna hjá þeim sem ákváðu að nýta sér rétt sinn. "Þeir sem sitja heima veita hinum sem fara og kjósa umboð sitt"
Þeir sem hafa völdin og auðinn munu ekki taka breytingum léttilega og munu berjast með kjaft og klóm til að halda sínu en vilji þjóðarinnar er augljós og hann á ekki að hæðast að eða gera lítið úr. Því miður er það ókostur kapitalisma að þeir sem hafa völdin ráða einfaldlega yfir öllum sviðum þjóðfélagsins þ.e.a.s. frá fjölmiðlum til olíufyrirtækja.
Til hamingju Ísland með að hafa loksins fengið staðfestingu á því sem við vissum alltaf ! og nú á enginn rétt á því að hunsa þetta lengur.
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)